Augnablikið

Stundum er eins og lífið sé að minna á sig. Hvernig myndi einhver spyrja?
Jú, í gegnum augnablikin. Það eru nefnilega augnablikin sem við eigum.
Pétur Gunnarsona kemst svo að orði í bók sinni Vasabók.
"Augnablikið er það eina sem við eigum með vissu. Og þótt það sé ekki stórt þá rúmar það samt veröldina. Hver veit nema í andrássi búi sjálft frækorn hamingjunnar? Ef við leyfðum því að skjóta rótum. Ef við leyfðum því að springa út?"

Keats lék sér með augnablikið í "Ode to a Greecian urn" þar sem hann lýsir mynd af elskendum um það bil að kyssast. Hann dásamar spennuna á milli þeirra sem nú varir að eilífu á myndinni. Eilíf hamingja?

Það hef ég úr þessu lífi endalausa skammta af augnablikum. Sumt ósköp lítið kannski í hugum annarra en gullkista fyrir mig.
Ég man til dæmis augnablis þar sem Alexander horfir á sjónvarpið. Svo altekinn af því sem er að gerast. Andlitið dansar eftir atburðarásinni á skjánum.

Sumar minningar á maður með sjálfum sér. Þetta þekkja allir. Öll "Yes!!!" augnablikin.

kveðja í bili,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Og það góða við það er að litlu hversdagslegu augnablikin skipta mestu máli í lífinu :).
Arnar Thor sagði…
Jamm sammála Guðrún.
Mummi sagði…
einhvers staðar las ég "The best moments in your life are those that are shared..."
Mér finnst vera margt til í því

Vinsælar færslur